Umsagnir

banner
banner
banner
aboutUmsagnir

Umsagnir viðskiptavina

Við leggjum áherslu á vandaða ráðgjafaþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Hér eru nokkur ummæli viðskiptavina Peritus.

"Við fengum Peritus til að aðstoða okkur að færa nokkur innanhússkerfi í Google Cloud Platform og erum mjög ánægð með útkomuna."

about

Þráinn Guðbjörnsson

Áhættustjóri Festa Lífeyrissjóði

"Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hófst handa í lok árs 2021 við að undirbúa ítarlega þarfagreiningu fyrir innleiðingu á nýrri tjónaskrá, sem halda mun utan um öll tjónamál frá A-Ö. Við fengum Lárus Hjartarson hjá Peritus til að vinna með stjórnendum og starfsfólki NTÍ að því að greina og skrásetja alla ferla sem koma við sögu í afgreiðslu mála.

Áhersla var lögð á að auka sjálfvirkni og samþættingu þeirra lausna sem NTÍ mun innleiða og þeirra lausna sem Island.is hefur verið að þróa og innleiða sem hluta af Stafrænu Íslandi. Nýja kerfið sækir gögn m.a. inn á X-road, vátryggingafélögin, HMS og bókhaldskerfið DK, þannig að handtökum við meðferð hvers máls fækkar umtalsvert.

Þrátt fyrir að gerð útboðsgagna hafi tekið talsverðan tíma, þá hefur sú vinna sem lögð var í þau svo sannarlega sýnt fram á hversu mikils virði það er að byggja á góðum grunni þegar innleiðing á upplýsingakerfum er annars vegar. Nú erum við komin langleiðina með innleiðingu á kerfinu og engin aukaverk hafa komið fram sem hafa í för með sér útgjaldaauka.

Ég mæli eindregið með Peritus til að tryggja fagmennsku og fyrirsjáanleika við útboð á upplýsingakerfum."

about

Hulda Ragnheiður Árnadóttir

Forstjóri NTÍ

"Peritus hefur aðstoðað okkur við að leysa hinu ýmsu tæknilegu vandamál sem spítalinn hefur á sinni könnu. Sem dæmi eru aðstoð við útgáfu smáforrita spítalans, sjálfvirknivæðing á innviðum og útboði á afritunarlausn Landspítalans. Við erum mjög sátt með samstarfið."

about

Sigurður Þórarinsson

Tæknistjóri Landspítala

"Við leituðum til Peritus til að gera úttekt á DevOps ferlum og umhverfunum okkar. Afurðin var skýrsla og tillögur til umbóta sem var afar gagnlegt fyrir okkur og öryggisatriði að fá ytri aðila til að rýna ferlana okkar og umhverfin. Tímarammi stóðst og öll samskipti til fyrirmyndar."

about

Árdís Björk Jónsdóttir

Framkvæmdarstjóri Stokkur Software